Skip to content

Félagið þitt

Félagið þitt hefur ákveðið að gera SpeakUp® miðlunartækið sem hannað er af People Intouch B.V. (við, okkur, okkar) aðgengilegt þér.

People Intouch B.V. er staðsett í Hollandi, er í Evrópusambandinu (ESB (e. EU)) og við erum þar af leiðandi skuldbundin Almennri persónuverndarreglugerð ESB (EU GDPR), sem er ein umfangsmesta persónuverndarreglugerð í heimi.

Persónuverndaryfirlýsing þessi á við um þig þegar þú notar SpeakUp® til að eiga samskipti við félagið þitt.

Um SpeakUp®

Með SpeakUp® geturðu sent inn tilkynningu og byrjað tryggt og öruggt samtal við félagið þitt innan SpeakUp® umhverfisins.

Félagið þitt ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga þinna í gegnum SpeakUp® og er áfram ábyrgðaraðili gagna. Hafir þú einhverjar spurningar varðandi SpeakUp® og hvernig unnið verður með persónuupplýsingar þínar, skaltu hafa samband við félagið þitt eða skoða SpeakUp stefnu þeirra og/eða persónuverndarstefnu. People Intouch er gagnavinnsluaðilinn og við tökum það hlutverk alvarlega. Það þýðir að við veitum þér þá bestu mögulegu öruggustu leið til að hafa samskipti við félagið þitt.

Friðhelgi þín er okkur mikilvæg. Við viljum að þú finnir fyrir öryggi á meðan þú notar SpeakUp® og við viljum upplýsa þig um eftirfarandi:

Viðkvæm gögn

SpeakUp® er ekki ætlað að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum eins og kynþætti, heilsufarsupplýsingum, stjórnmálaskoðunum, heimspekilegum skoðunum (trúarlegum eða trúlausum o.s.frv.), kynhneigð eða réttarsögu. Við biðjum þig vinsamlegast um að hafa þetta í huga þegar þú notar SpeakUp®.

Lögaldur

Sértu undir lögaldri, þarf stofnunin að fá samþykki foreldra eða forráðamanna svo þú getir notað SpeakUp®, sé þess krafist.

Hvernig þetta virkar

Hvað verður um tilkynningu sem er send inn með SpeakUp®?

Innihaldi tilkynningarinnar er deilt með félaginu þínu og verður aðeins notað og unnið í þeim tilgangi sem SpeakUp® er ætlað fyrir þitt félag. Tilkynningum er ávallt deilt með félagi þínu í skriflegu formi. Hljóðtilkynningar eru skrifaðar upp áður en þeim er deilt og hljóðskránni er eytt sjálfkrafa. Þú getur virkjað tölvupóststilkynningar eða fengið tilkynningar fyrir SpeakUp® í símann þinn. Þú getur gert tölvupóststilkynningar óvirkar fyrir SpeakUp® farsímaappið hvenær sem er í stillingum tækisins. Skoðaðu fyrirtækjastefnu og/eða persónuverndarstefnu félagsins þíns til að fá nánari upplýsingar um hvað verður um tilkynningu sem er send inn með SpeakUp®.

Nafnleysi

Þegar þú sendir inn tilkynningu með SpeakUp®, geturðu valið um að deila auðkenni þínu með félaginu eða ekki. Ef þú deilir persónuupplýsingum í tilkynningunni, mun félagið vinna úr þeim þegar unnið er úr tilkynningunni.

Hvers vegna er unnið úr persónulegum upplýsingum þegar SpeakUp® er notað?

Vinnsla persónulegra gagna í gegnum SpeakUp® er nauðsynleg:

Hvaða gögnum er unnið úr?

Ákveðnum gögnum sem þú gefur upp er sjálfkrafa safnað þegar þú notar SpeakUp® og þeim verður ekki deilt með félaginu þínu. Unnið er úr gögnunum til að veita þér alla virkni SpeakUp®, í auðkenningarskyni, í tilkynningarskyni (ef það er virkt; t.d. tölvupósturinn þinn), til að koma á öruggri tengingu við tækið þitt og til að koma í veg fyrir og greina öryggisógnir eða aðra skaðlega virkni . Upplýsingarnar verða aldrei notaðar í neinum öðrum tilgangi og verða aðeins vistaðar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem fyrirhugað er, nema ef að tímabilið er framlengt vegna staðfestrar, skaðlegrar virkni.

Gagnaöryggi

People Intouch hefur gert umfangsmikilar ráðstafanir til að koma í veg fyrir tap, misnotkun eða breytingu á persónuupplýsingum þínum. Öll gögn eru dulkóðuð þegar þau eru flutt í gegnum SpeakUp® vefinn og með SpeakUp® appinu. 

Vafrakökur

Þegar þú heimsækir SpeakUp® síðuna, eru lotukökur notaðar til að tryggja örugg samskipti. Lotukökunum verður eytt tveimur (2) tímum síðar. Þú getur notað vafrastillingar þínar til að eyða, gera óvirkar eða loka fyrir vafrakökur.

Lagfæringar

People Intouch vil upplýsa þig á besta mögulegan máta og gæti lagfært eða breytt Persónuverndarstefnunni annað slagið.

Hver eru réttindi þín?

Félagið þitt ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga þinna og að tryggja réttindi þín sem fylgja gildandi gagnaverndarlögum. Vinsamlegast skoðaðu SpeakUp stefnuna og/eða persónuverndarstefnu félagsins þíns til að fá frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá stofnuninni og gagnaverndarréttindi þín.

Síðast uppfært þann 12. júlí 2022

***